2.6.2015 kl. 16:56

Lærisveinar El Salvador

Nýlega lýsti Chris Hedges í viðtali hvernig var að búa í El Salvador á þeim árum sem órói var í landinu. Óþarfi er að rekja þá sögu, enda er hin opinbera útgáfa vel þekkt flestum sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur.

Eins og mörgum er ljóst þá er Hedges virtur rithöfundur vestra og starfaði í um tvo áratugi víða um heim sem erlendur fréttaritari fyrir New York Times. Í upphafi ólöglegrar innrásar BushBlair og Nató gemlinga inn í Írak, lýsti hann yfir opinberri andstöðu við hryðjuverkið og missti starfið í kjölfarið.

Margir Íslendingar og enn fleiri útlendingar þekkja vel hvernig er að missa ævistarf sitt, frama sinn og jafnvel mannorð í kjölfar þess að gagnrýna elítur Lýgvelda. Eins fór um Hedges en hann snérist til varnar.

Hann er mikilvirkur penni á truthdig.com, hefur ritað fjölda bóka um samfélagsmál og menningarrýni og er verulega vinsæll fyrirlesari og rökþrætari vestra. Hann lögsótti Obama forseta í fyrra og vann málið, svo sem frægt er og Íslenskir fjölmiðlar hafa gert rækilega skil í óþökk elítunnar hérlendis.

Lýsti hann því hvernig höfuðborgin San Salvador var meira og minna öruggt svæði fyrir borgara og erlenda gesti en um leið og farið var út fyrir borgina mátti hver sem var búast við því að dauðasveitir ríkislögreglustjóra (þess lands) stöðvuðu fólk og skildu svo eftir dautt í vegkanti.

Er einhver að rannsaka dularfullan dauðdaga manns í vörslu Reykjaneslöggunnar nýlega? Er einhver að láta dauðasveit Lýgveldiselítunnar og yfirmenn hennar bera ábyrgð á morðinu í Hraunbænum?

Á nú að drepa einn enn, bara til að minna þjóðina á hver ráði? Eða er þessi spuni til að réttlæta opinber-ofbeldisverk? Heldurðu að Pírataspuninn ráði við vélbyssur? Eru þær farnar úr landi?

Nýlega æfði þessi sveit á lóðinni hjá mér. Ég ræddi við tvo meðlimi hennar í örfáar mínútur, en ég þorði ekki að standa á rétti mínum varðandi lóðina. Ég spurði samt hvort þeir ætluðu að drepa einhvern í dag. „Ekki í dag“ var svarið.

Ef hann var að grínast, þá þarf hann námskeið í kímni.

Samkvæmt Almennum hegningarlögum dæmast morðingjar til fangavistar árum saman. Ríkissaksóknari er því ósammála þegar dauðasveit á í hlut, eins og lesendur skýrslu hennar vita.

Samkvæmt stjórnarskrá Lýgveldis ber Forseti þess ábyrgð á öllum embættisveitingum og þar af leiðandi ábyrgð á ódæðisverkum þeirra. Hann einn getur svipt ómenni embættishempunni og leyst upp ríkisstjórn sem drepur borgara sína.

Almenn hegningarlög og Stjórnarskrá Lýgveldis er kannski bara grín? Býrðu við Lýgveldi eða Lýðveldi?

Er einhversstaðar ákvæði um varnarþing og ábyrgð valdakerfisins? Getur þú kært valdakerfið fyrir svik við stjórnarskrána? Getur þú krafist endurskoðunar hennar? Er eitthvað ákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þig gegn ofbeldi valdstjórnar (forseta)?