11.9.2020 kl. 10:42

Hugsun húmanismans er orðin trénuð

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta eða örvænta yfir þeirri foráttuheimsku og sturluðu þjóðfélagsverkfræði sem kemur fram í tengdri grein. Jafn löng og hún er, því vitlausari og grunnhyggnari, en til að tína það allt til, þarf aðra lengri.

Klassískt dæmi  um orðavaðal sem ruglar í fólki og hrærir upp í því, þar til það heldur að löng orð og fagrar setningar séu vísindi, fagverkfræði og viska, þegar hið eina sem liggur að baki er orðavaðall.

Læt fullyrðingarnar standa jafn órökstuddar og í belgingnum. Minni þó á að Covid er dulspeki og Jússa Transkrýsa er djöfladýrkun. Hélstu að hrunin menning snérist bara um einn Ás?

Þú rökræðir ekki við andsetinn skríl, þú vitnar um hann, ekki gegn honum.

Meðan ég man, Hulda bóndi á Fitjum er sumarbústaðabóndi en ekki skógarbóndi, og þeir sem standa að þessum greinaþvættingi og reglugerðabiluninni sem rætt er um, eiga bústaði á Fitjum, eða fjölskyldur þeirra.

Ah, lesandinn veit ekki að ég var til hálfs alinn upp í Skógræktinni í Skorradal, undir handleiðslu Ágústar Árnasonar skógarvarðar og eins mesta vitríngs sem Íslendingar hafa átt. Ég er Skorrdælingur, eða var og ber persónulega ábyrgð á hálfum skóginum í Bakkakoti, milli Vatnshorns og Fitja.